Öspin 30 ára


Íþróttafélagið Ösp hélt upp á 30 ára afmæli sitt með veglegu hófi 9. maí sl. en félagið var stofnað 18. maí 1980.  Hófið var haldið að undangengnum aðalfundi félagsins þar sem auk venjulegra aðalfundarstarfa var Ólafur Ólafsson var kosinn formaður í 28. sinn.   

Á hófinu veitti formaður ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson fjórum Asparmönnum heiðursmerki ÍF en þetta voru þau Karl Þorsteinsson, sem hlaut gullmerki ÍF og Einar Guðnason, Kittý Stefánsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir sem hlutu silfurmerki ÍF.

Þess má geta að um liðna afmælishelgi stóð Öspin fyrir Vormóti en mótið var haldið í Sundlauginni Laugardal í gær.