Erna Friðriksdóttir, 23ja ára skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, hefur verið valin íþróttamaður UÍA (Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands) fyrir árið 2009.
Erna varð á seinasta ári fyrst Íslendinga til að tryggja sér þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra, sem fram fóru í Vancouver í Kanada í mars. Erna hefur æft bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum en undanfarna fjóra vetur hefur hún æft í Winterpark í Colorado í Bandaríkjunum. Árangur hennar má að miklu leyti þakka þeim æfingum.
Erna fékk farandbikar frá UÍA, eignabikar, blómvönd frá Alcoa-Fjarðaáli og 100 þúsund króna styrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa-Fjarðaáls. Úr sjóðnum er úthlutað tvisvar á ári en næst verður úthlutað í byrjun maí.
"Árangur Ernu er mikil hvatning fyrir skíðafólk. Hann sýnir með vinnu og ákveðni er hægt að láta drauminn rætast," segir Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.
Ljósmynd/ Erna Friðriksdóttir með viðurkenningar sínar sem íþróttamaður UÍA 2009.
Erna varð á seinasta ári fyrst Íslendinga til að tryggja sér þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra, sem fram fóru í Vancouver í Kanada í mars. Erna hefur æft bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum en undanfarna fjóra vetur hefur hún æft í Winterpark í Colorado í Bandaríkjunum. Árangur hennar má að miklu leyti þakka þeim æfingum.
Erna fékk farandbikar frá UÍA, eignabikar, blómvönd frá Alcoa-Fjarðaáli og 100 þúsund króna styrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa-Fjarðaáls. Úr sjóðnum er úthlutað tvisvar á ári en næst verður úthlutað í byrjun maí.
"Árangur Ernu er mikil hvatning fyrir skíðafólk. Hann sýnir með vinnu og ákveðni er hægt að láta drauminn rætast," segir Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.
Ljósmynd/ Erna Friðriksdóttir með viðurkenningar sínar sem íþróttamaður UÍA 2009.