Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2010


Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2010 verða haldnir sunnudaginn 16. maí. Leikarnir fara fram á íþróttasvæði KR í Reykjavík en KR er umsjónaraðili leikanna í samstarfi við ÍF og KSÍ.

Upphitun hefst 12.45.  Kl. 13.00 verður mótssetning og reiknað er með að leikunum ljúki kl. 15.00. Á þessum leikum eru keppendur á öllum aldri, blönduð lið karla og kvenna og skipt er í flokka getumeiri og getuminni.

Tímasetning tekur mið af því að lið utan af landi geti ferðast suður á laugardagsmorgni.

Eingöngu er tekið á móti skráningum liða og skulu þær berast á gulli@ksi.is með cc á if@isisport.is en skráningarblað hefur þegar verið sent til aðildarfélaga ÍF.

Ljósmynd/ Frá Íslandsleikunum á síðasta ári