Úrslit á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum


Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal síðastliðinn sunnudag. Þátttaka var með besta móti en keppt var í 60m. hlaupi, 200m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og hástökki.

Heilarúrslit mótsins má sjá hér

Ljósmynd/ Sölvi Logason: Þessir ungu kappar, þeir Auðunn Snorri og Davíð Freyr, voru að keppa í fyrsta sinn á Íslandsmóti ÍF. Strákarnir tóku þátt í 60m. hlaupi og kepptu fyrir hönd Ungmennafélags Njarðvíkur.