Úrslit á Íslandsmótinu í borðtennis


Um helgina fór Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram og keppni í borðtennis fór fram í TBR húsinu. Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, kom sá og sigraði og nældi sér í þrjá Íslandsmeistaratitla. Í tvíliðaleik, opnum flokki og í sitjandi flokki.

Í tvíliðaleiknum voru Jóhann og Viðar Árnason sigurvegarar eftir úrslitarimmu gegn þeim Sunnu Jónsdóttur og Stefáni Thorarensen. Sunna Jónsdóttir, Akur, hafði sigur í kvennaflokki og í standandi flokki karla sigraði Tómas Björnsson, ÍFR.

Guðmundur Hafsteinsson bar sigur úr býtum í flokki þroskahamlaðra karla og Jóhann Rúnar í sitjandi flokki karla sem og í opnum flokki eins og fyrr greinir.

Hér má nálgast úrslit mótsins

Ljósmynd/ Sölvi Logson: Íslandsmeistarar helgarinnar í borðtennis ásamt fulltrúum frá Lionsklúbbnum Víðarri sem gáfu öll verðlaun á mótinu.