Fjörið hafið á Íslandsmóti ÍF


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra hófst í morgun og var mótið sett formlega í aðalsal Laugardalshallar af Camillu Th. Hallgrímsson varaformanni ÍF. Keppni er þegar hafin í bogfimi, boccia og borðtennis en síðar í dag eða kl. 15 hefst keppni í sundi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppni í lyftingum og frjálsum íþróttum hefst á morgun.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða hefur lagt á sig töluverða vinnu í undirbúningi mótsins og kann ÍF þeim bestu þakkir fyrir sitt óeigingjarna starf við undirbúninginn.

Ljósmynd/ Frá keppni í boccia í rennuflokki í morgun.