Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra 2010


Dagna 20.-21. mars fer Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fram þar sem keppt verður í sex greinum, sundi, boccia, bogfimi, frjálsum íþróttum, lyftingum og borðtennis. Keppni í sundi fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði, keppni í borðtennis fer fram í TBR húsinu en hinar fjórar greinarnar fara fram í Laugardalshöll. Frjálsar og bogfimi í frjálsíþróttahöllinni, lyftingar í bíósal frjálsíþróttahallar og boccia í aðalsal Laugardalshallar.

Alls eru 392 keppendur skráðir til leiks frá samtals 23 félögum. Af þessum 23 félögum eru 18 aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra en frá öðrum félögum hafa Ungmennafélag Njarðvíkur, Ármann, Rimmugýgur, Hringhorni og FH sent keppendur til leiks.

Sýnt verður beint frá boccia, lyftingum og frjálsum íþróttum á netútsendingastöðinni www.sporttv.is á sunnudeginum.

Mótsstjórar/yfirdómarar í hverri íþróttagrein:
Boccia: Ólafur Ólafsson
Bogfimi: Jón Eiríksson/Ísleifur Bergsteinsson
Borðtennis: Ingólfur Arnarson
Lyftingar: Arnar Jónsson
Frjálsar íþróttir: Linda Kristinsdóttir
Sund: Kristín Guðmundsdóttir

Ljósmynd/ Frá Íslandsmóti ÍF árið 2009 en þá fagnaði ÍF einmitt 30 ára afmæli sínu. Hér gefur að líta liðin í 1-.3. sæti í sveitakeppninni í boccia.