Um helgina fer Íslandsmót Íþróttasamband fatlaðra fram en keppt verður í sex íþróttagreinum. Netútsendingastöðin www.sporttv.is mun sýna beint frá nokkrum íþróttagreinum á Íslandsmóti ÍF sunnudaginn 21. mars.
Á Íslandsmótinu er keppt í boccia, lyftingum, frjálsum íþróttum, sundi, bogfimi og borðtennis. Útsending hefst kl. 10:00 á sunnudagsmorgun á www.sporttv.is og hefjast leikar í keppni í boccia. Kl. 13:00 hefst sýning frá lyftingakeppninni og kl. 14:00 hefjast sýningar frá keppni í frjálsum íþróttum.
Fyrir þá sem ekki komast til að fylgjast með Íslandsmóti ÍF um helgina er því
tilvalið að heimsækja www.sporttv.is á
sunnudag.