Jóhann Rúnar á HM í borðtennis


Jóhann Rúnar Kristjánsson mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í borðtennis fatlaðra, sem fram fer í Suður-Kóreu í lok október á þessu ári. Honum barst tilkynning í morgun þess efnis að hann væri 15. maður inn á heimsmeistaramótið og því öruggur inn. Framundan eru því æfingabúðir og stíft þjálfunarprógramm fyrir mótið.

Jóhann Rúnar fór með sigur af hólmi í minningarmóti sem haldið var um síðustu helgi og um komandi helgi verður Jóhann svo í eldlínunni á Íslandsmóti ÍF í borðtennis. Skemmst er að minnast þess að Jóhann Rúnar varði Íslandsmeistaratitil sinn í 1. flokki ófatlaðra um þarsíðustu helgi.