Erna keppir í stórsvigi í dag


Á eftir kl. 17:00 keppir Erna Friðriksdóttir í sinni annarri og síðustu grein á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem nú fer fram í Vancouver í Kanada. Að þessu sinni keppir Erna í stórsvigi en á sunnudag var hún dæmd úr leik eftir að hafa misst af einu hliði í svigi.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á www.paralympicsport.tv og á íþróttarásinni Eurosport.

Í dag eru 15 keppendur skráðir til leiks í stórsviginu og er Erna síðust á ráslistanum. Önnur ferðin hjá Ernu hefst svo kl. 20:30 í kvöld að íslenskum tíma.

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir aðalfararstjóri í ferðinni sagði að Erna væri hress og klár í slaginn og átti Anna von á því að brautin í dag væri hröð og nokkuð erfið viðureignar.

Ráslistinn hjá Ernu í dag
Sjá einnig fjölda nýrra mynda frá Vancouver inni á www.123.is/if

Ljósmynd/ Erna er klár í slaginn!