Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Magma á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um samstarf í tengslum við þátttöku Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Kanada. Mun Magma greiða götu Ólympíumótsliðs Íslands á ýmsa vegu í Vancouver fram yfir leikana. Fulltrúi ÍF á leikunum er Erna Friðriksdóttir og keppir hún dagana 19. og 21. mars nk.
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF sagði við undirritun samningsins sl. miðvikudag að mikill happafengur væri í jafn sterkum bakhjarli og Magma á Íslandi, sem bættist í hóp öflugra bakhjarla sambandsins.
Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma á Íslandi lét hafa eftir sér við samningsgerðina að forsvarsmenn fyrirtækisins væru bæði ánægðir og spenntir á þeim tímamótum sem nú væru orðin í íþróttasögu fatlaðra hér á landi. Myndi Magma gera sitt besta til að aðstoða íslensku þátttakendurna í Vancouver en aðalstöðvar kanadíska fyrirtækisins eru einmitt þar.
Nánari upplýsingar:
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF,
sími 860 0108.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri magma á Íslandi, sími 665
2055.
Ljósmynd/ Sveinn Áki Lúðvíksson frá ÍF og Ásgeir
Margeirsson frá Magma á Íslandi við frágang samninga síðastliðinn
miðvikudag.