Vetrarólympíumót fatlaðra 12. – 21. mars 2010 í Vancouver


Í fyrsta skipti í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi mun ÍF eiga keppanda í alpagreinum á Vetrarólympíumóti fatlaðra.

Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum hefur náð lágmörkum á leikana og mun keppa í svigi og stórsvigi.
Hún hóf skíðaferil sinn árið 2000 eftir námskeið ÍF, VMÍ og Winter Park í Hlíðarfjalli. Þá prófaði hún í fyrsta skipti sérhannaðan skiðasleða.

Faðir hennar lærði á skíði til að geta að geta fylgt henni eftir en hún bjó og býr enn á Egilsstöðum. Frá árinu 2006 hefur hún æft og keppt í Bandaríkjunum og notið leiðsagnar hjá samstarfsaðilum ÍF í Winter Park Colorado. ÍF mun njóta sérfræðiaðstoðar þjálfara frá NSCD á leikunum.´

Nánari upplýsingar og myndir (pdf skjal, 436 KB)