Vetraríþróttahátíð ÍSÍ í fullum gangi


Vetraríþróttahátíð ÍSÍ var sett á mikilli opnunarhátíð í Skautahöllinni á Akureyri þann 6. febrúar síðastliðinn. Hátíðin sem stendur yfir til 21. mars hófst með skrúðgöngu, inn á svellið þar sem í voru auk fólks, hestar, vélhjól, snjósleðar og forláta bifreið.

Ávörp fluttu Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Þröstur Guðjónsson formaður undirbúningsnefndar hátíðarinnar, Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar og Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri Akureyrar sem setti hátíðina formlega.

Eftir ávörp voru Ólympíufararnir 2010 kynntir. Íþróttasamband Fatlaðra sendir Ernu Friðriksdóttur á Vetrarólympíumót fatlaðra í Vancouver 12.-22. mars og keppir hún í alpagreinum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendir Árna Þorvaldsson, Björgvin Björgvinsson, Írisi Guðmundsdóttur og Stefán Jón Sigurgeirsson á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 12.-28. febrúar og keppa þau öll í alpagreinum.

Nánar um málið á heimasíðu ÍSÍ