Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti fyrir skemmstu tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2010. Þá samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einnig úthlutun styrkja úr sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Að þessu sinni voru ellefu íþróttamenn með fötlun sem hlutu styrk.
Styrkveitingarnar að þessu sinni námu samtals rúmlega 60 milljónum króna en úthlutað var tæplega 45 milljónum úr Afrekssjóði, 10 milljónum úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og 6 milljónir úr sjóði Ólympíufjölskyldu.
Eftirtaldir íþróttamenn úr röðum fatlaðra fengu úthlutað að þessu sinni:
Baldur Ævar Baldursson – frjálsar – C-styrkur: 480.000,- kr.
Eyþór
Þrastarson – sund – C-styrkur: 480.000,- kr.
Jóhann Rúnar Kristjánsson –
borðtennis – C-styrkur: 480.000,- kr.
Erna Friðriksdóttir – skíðaíþróttir –
eingreiðsla: 300.000,- kr.
Jón Margeir Sverrisson – sund – eingreiðsla:
300.000,- kr.
Pálmi Guðlaugsson – sund – eingreiðsla: 300.000,- kr.
Sonja
Sigurðardóttir – sund – eingreiðsla: 300.000,- kr.
Ingeborg Eide
Garðarsdóttir – frjálsar – ungir og framúrskarandi: 100.000,- kr.
Ragney Líf
Stefánsdóttir – sund – ungir og framúrskarandi: 100.000,- kr.
Guðmundur Hákon
Hermannsson – sund - ungir og framúrskarandi: 100.000,- kr.
Hjörtur Már
Ingvarsson – sund - ungir og framúrskarandi: 100.000,- kr.
Þrír íþróttamenn voru að fá úthlutað í fyrsta sinn úr Afrekssjóði ÍSÍ en þeir eru Erna Friðriksdóttir, Jón Margeir Sverrisson og Pálmi Guðlaugsson. Þá fengu þrír íþróttamenn einnig úthlutað í fyrsta sinn úr sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra en þeir eru Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Guðmundur Hákon Hermannsson og Hjörtur Már Ingvarsson.
Ljósmynd/ Frjálsíþróttakonan unga og efnilega Ingeborg
Eide Garðarsdóttir er hér á flugi í langstökki á Norræna barna- og
unglingamótinu sem fram fór í Eskilstuna í Svíþjóð síðasta sumar.