Jóhann Rúnar er Suðurnesjamaður ársins 2009


Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson var á dögunum útnefndur Suðurnesjamaður ársins 2009 af Víkurfréttum, elsta og mest lesna miðli Suðurnesjamanna.

Í inngangi viðtalsins við Jóhann segir m.a:
Jóhann hefur tekið þátt í baráttu fatlaðra á margvíslegan hátt og vakið athygli á hvernig bæta megi aðstöðu þeirra í samfélaginu. Hann hefur líka reglulega heimsótt fólk á sjúkrastofnanir sem hefur lent í svipaðri aðstöðu og hjálpað því fyrstu skrefin sem eru svo erfið. Þær heimsóknir hafa verið mönnum til lífs.

Sjá viðtalið við Jóhann í Víkurfréttum

Ljósmynd/ www.vf.isJóhann ásamt dóttur sinni Guðrúnu Önnu.