Í gærdag hófst keppni í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games í innilauginni í Laugardal. Óhætt er að segja að íslensku sundmennirnir hafi verið í góðum gír þar sem alls 7 Íslandsmet féllu á þessum fyrsta keppnisdegi.
Hinn ungi og efnilegi Hjörtur Már Ingvarsson fór mikinn þegar hann bætti þrjú Íslandsmet sem voru í hans eigin eigu síðan á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem fram fór í október á síðasta ári.
Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi RIG:
Hjörtur Már Ingvarsson S5 50 frjáls aðferð 0:47,81 16/01/10
Anna Kristín
Jensdóttir SB5 100 bringa 2:29,13 16/01/10
Bjarndís Breiðfjörð S8 50 bak
0:55,29 16/01/10
Vaka Þórsdóttir S11 50 bak 1:05,61 16/01/10
Pálmi
Guðlaugsson S6 200 frjáls aðferð 3:11,21 16/01/10
Hjörtur Már Ingvarsson S5
100 frjáls aðferð 1:47,15 16/01/10
Hjörtur Már Ingvarsson S5 200 frjáls
aðferð 3:42,35 16/01/10
Ljósmynd/ Frá Laugardalslaug í
gær