Lokahátíð Reykjavík International Games verður haldin á Broadway,
sunnudaginn 17. janúar. Hátíðin byrjar með sameiginlegu hlaðborði klukkan 19:00
þar sem matseðillinn verður eftirfarandi:
- Wagamas hlaðborð
- Ávaxtaís
með blönduðum sælkerakökum og blandaðri berjasósu
Eftir matinn verður verðlaunaafhending þar sem verðlaun mótsins verða veitt af fulltrúum Reykjavíkur og ríkisstjórnar Íslands.
Skemmtikrafur kvöldsins verður enginn annar en einn besti plötusnúður og söngvari Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson.
Þeir úr röðum fatlaðra sem hafa hugsað sér að fara á lokahátíðina eru vinsamlegast beðnir um að gefa upp fjölda miða á if@isisport.is eða með því að hafa samband við skrifstofu ÍF í síma 514 4080.
Verð kr. 3000,- á mann. Miðar verða svo afgreiddir í kaffiteríunni á 2. Hæð í
sundmiðstöðinni í Laugardal næstkomandi föstudagskvöld.