Jón Margeir í hóp helsta afreksfólks Kópavogs


Síðastliðið þriðjudagskvöld fékk sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson (Ösp/Sunddeild Fjölnis) sérstaka viðurkenningu á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum.

Jón Margeir fékk viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri íþróttamanna ásamt því að fá styrk úr Afrekssjóði ÍTK, Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs. Með þessu er Jón kominn í hóp með helsta afreksfólki bæjarfélagsins.

Jón syndir í flokki S14 sem er flokkur þroskahamlaðra.