Sjómannabikarinn afhentur í 27. sinn


Hið árlega Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Innilauginni í Laugardal sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 15:00. Mótið er fyrir börn og unglinga með fötlun, 17 ára og yngri.

Sjómannabikarinn verður á sínum stað en hann er veittur fyrir besta afrekið á mótinu sem reiknað er út frá heimsmeti í fötlunarflokki viðkomandi en núverandi handhafi bikarsins er sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson sem syndir fyrir Ösp í röðum fatlaðra.

Frá árinu 2000 hefur sundmaður frá Ösp þrívegis unnið Sjómannabikarinn, slíkt hið sama hefur sundmaður frá Firði gert, ÍFR hefur unnið hann þrisvar sinnum og SH tvisvar sinnum en þegar Guðrún Lilja Sigurðardóttir vann Sjómannabikarinn árið 2004 synti hún bæði fyrir SH og ÍFR.

Það var Sigmar Ólason sjómaður á Reyðarfirði sem gaf Sjómannabikarinn til Nýárssundmótsins en síðan þá hafa aðeins þrír sundmenn unnið bikarinn til eignar en þeir eru Birkir Rúnar Gunnarsson, Gunnar Örn Ólafsson og Guðrún Lilja Sigurðardóttir.

Handhafar Sjómannabikarsins frá árinu 2000:

2009: Jón Margeir Sverrisson - Ösp
2008: Karen Gísladóttir - Fjörður
2007: Karen Gísladóttir - Fjörður
2006: Hulda H. Agnarsdóttir - Fjörður
2005: Guðrún Lilja Sigurðardóttir - ÍFR
2004: Guðrún Lilja Sigurðardóttir – SH/ÍFR
2003: Guðrún Lilja Sigurðardóttir - SH
2002: Jóna Dagbjört Pétursdóttir – ÍFR
2001: Gunnar Örn Ólafsson – Ösp
2000: Gunnar Örn Ólafsson – Ösp

Ljósmynd/ Jón Margeir Sverrisson handhafi Sjómannabikarsins árið 2009.