Eyþór hlaut 6 stig í kjöri á Íþróttamanni ársins 2009


Kjörið á Íþróttamanni ársins 2009 var kunngjört í gærkvöldi á Grand Hótel en Samtök Íþróttafréttamanna standa að kjörinu ár hvert. Fyrir kjörið heiðraði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þá íþróttamenn sem útnefndir höfðu verði íþróttamenn ársins hjá sérsamböndunum. Handboltakappinn Ólafur Stefánsson var útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 og er það annað árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót. Íþróttasamband fatlaðra óskar Ólafi innilega til hamingju með nafnbótina. 

Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson, ÍFR/Ægir, hlaut 6 stig í kjörinu og ljóst að Eyþór er hægt og bítandi að vinna sig upp listann en hann fékk eitt stig í kjörinu á síðasta ári. Eyþór var eini íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra þetta árið sem hlaut stig í kjörinu.

1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig
2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187
3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164
4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104
5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98
6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86
7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78
8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63
9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55
10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50

11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34
12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14
13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12
14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12
15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6
16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5
17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5
18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4
18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4
20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4

21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4
22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3
22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3
24. Þormóður Jónsson (júdó) 3
25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2
25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2
25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2
28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1
28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1
28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1

Ljósmynd/ Eyþór og Sonja á meðal fjölda íþróttamanna sem heiðraðir voru á Grand Hótel í gærkvöldi.