Nýárssundmót ÍF 2010 - sunnudaginn 10. januar kl. 15


Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra 2010 fer fram sunnudaginn 10. janúar kl. 15.00 í innisundlauginni í Laugardal. Þetta árlega sundmót er fyrir fötluð börn og ungmenni 17 ára og yngri og keppt er eftir sérstöku stigakerfi.

Undanfarin ár hefur verið sérstakur flokkur ungra barna og byrjenda þar sem synt er 25 m sund frjáls aðferð. Þar má nýta aðstoðarmann og nota kút, kork eða önnur hjálpartæki.

Skátar standa heiðursvörð, skólahljómsveit Kópavogs leikur og venjulega er sérstök stemming á þessum árlegum Nýárssundmótum ÍF.

Heiðursgestur árið 2010 verður menntamálaráðherra, frú Katrín Jakobsdóttir.

Til nánari kynningar eru myndir frá Nýárssundmóti 2009 er á myndasíðu ÍF www.123.is/if 
Fjölmiðlum er heimilt að nýta myndir af þeirri síðu í samráði við ÍF.

Umsjónaraðili er sundnefnd Íþróttasambands fatlaðra. Formaður Ingi Þór Einarsson issi@islandia.is 

Ljósmynd/ Frá Nýárssundmóti ÍF árið 2009.