Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli febrúar 2010 í samstarfi ÍF, VMÍ og Winter Park


Helgina 12. – 14. febrúar 2010 verður haldið skíðanámskeið í Hlíðarfjalli í samstarfi ÍF, VMÍ og Winter Park.

Markhópar á námskeiðinu eru tveir;

  1. Einstaklingar sem þurfa að nýta sérhannaða skíðasleða vegna fötlunar.
    Sleðar verða á staðnum, bæði sleðar fyrir byrjendur og lengra komna.
    Hámarksfjöld 12 manns.
  2. Leiðbeinendur, skíðaþjálfarar, starfsfólk skíðasvæða og aðrir þeir sem áhuga hafa að læra notkun skíðasleða fyrir fatlaða og aðstoða við uppbyggingarstarfið á þessu sviði hér á landi. Sérstaklega er mikilvægt að starfsfólk skíðasvæða sé með þekkingu á notkun sleðana í lyftum.

Skráningafrestur er til 1. febrúar 2010.

Sjá nánar