Nú er lokið Íslandsmeistaramót fatlaðra í sundi 25 m laug sem fram
fór í Laugardalslaug.
Tæplega 90 keppendur frá 9 félögum taka þátt í mótinu
og meðal þeirra allir íslensku þátttakendurnir sem þátt tóku í
Evrópumeistaramótinu sem fram fór hér á landi í októbermánuði n.k.
Í dag líkt
og í gær voru sett 9 Íslandsmet og urðu metin því 18 í allt, 14 í flokkum
hreyfihamlaðra og 4 í flokki blindra og sjónskertra. Í sundi fatlaðra er keppt í
10 flokkum hreyfihamlaðra S1 – S10 þar sem S1 táknar mestu fötlun og S10 minnstu
fötlun, þremur flokkum blindra og sjónskertra S11 – S13 þar sem S11 eru blindir
og S12 og 13 sjónskertir og flokki í þroskaheftra S14.
Þeir sem
Íslandsmet settu voru:
Hjörtur M. Ingvarsson, ÍFR flokki S5 í 50 m,
100 m, 200 m og 400 m skriðsundi
Pálmi Guðlaugsson, Fjölni flokki S6 í 100 m
flugsundi, 100 m skriðsundi og 200 m fjórsundi
Hrafnkell Björnsson, ÍFR
flokki S5 í 50 og 100 m baksundi og 50 m bringusundi
Ragney L Stefánsdóttir,
Ívari flokki S10 í 50 m skriðsundi
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR flokki S4 í 100
m bringusundi
Anna K. Jensdóttir, ÍFR flokki SB5 í 50 m bringusundi
Vignir
G. Hauksson, ÍFR flokki SB 5 í 100 m bringusundi
Vaka Þórsdóttir, Firði
flokki S11 í 50 m og 100 m skriðsundi og 50 m og 100 m baksundi
Mánudagur. 30 nóvember 2009