Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtennismaður frá NES landaði silfurverðlaunum í 1. flokki á punktamóti Víkings og Nings um síðustu helgi. Jóhann var að keppa í 1. flokki ófatlaðra þar sem hann lagði Sindra Þór Sigurðsson 3-2 í undanúrslitum.
Jóhann mætti Sigurbirni Sigfússyni í úrslitum þar sem Sigurbjörn hafði betur 3-1. Fyrsta lota fór 11-1 fyrir Sigurbirni en Jóhann náði þó að stríða honum lítið eitt í næstu lotum. Jóhann vann aðra lotu 11-7 en tapaði svo 4-11 og 6-11.
Næsta verkefni á dagskrá hjá Jóhanni er opna ítalska meistaramótið í Lignano
á Ítalíu í byrjun nóvembermánaðar.