Adrian bætti sig og Jón Margeir fjórði


Þeir Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar Sindelka Erwin voru rétt í þessu að ljúka keppni í 200m. fjórsundi í flokki S14 (þroskahamlaðra) á Evrópumóti fatlaðra í sundi. Jón Margeir hafnaði í 4. sæti og Adrian Óskar bætti sig verulega frá undanrásunum í morgun.

Jón Margeir synti á tímanum 2.36,79 mín. í undanrásum í morgun en í úrslitum í kvöld synti hann á tímanum 2.36,04 mín. og landaði fjórða sæti. Adrian Óskar synti á tímanum 2.57,79mín. í úrslitum í kvöld en í morgun synti hann á 2.59,33 mín. og bætti sig því um tæpar tvær sekúndur.

Aðrir íslenskir sundmenn komust ekki í úrslit í kvöld en á morgun keppa sjö íslenskir sundmenn og má finna ráslista morgundagins inni á vefsíðu keppninnar, www.ifsport.is/ec2009

Mynd/Stefán Þór Borgþórsson: Adrian Óskar bætti sig í 200m. fjórsundi í kvöld sem dugði honum í 7. sætið.