Tveir íslenskir sundmenn tóku þátt í undanrásum á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem hófst í innilauginni í Laugardal í dag. Hjörtur Már Ingvarsson komst í úrslit í 50m. skriðsundi í flokki S5 þegar hann synti á nýju Íslandsmeti 50;36 sek. Þar með bætti Hjörtur sitt eigið Íslandsmet sem hann setti í Ásvallalaug í mars á þessu ári en gamla metið var 54,23 sek.
Á eftir kl. 17:00 hefjast svo úrslit en Hjörtur syndir ekki fyrr en um kl. 19:00 þar sem hann keppir í næstsíðustu grein kvöldsins.
Sonja Sigurðardóttir synti einnig í dag í undanrásum og var síðustu inn í úrslit í 50m. skriðsundi þegar hún kom í mark á tímanum 57,22 sek sem er um 7 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í flokki S5. Sonja syndir í síðustu grein kvöldsins.
Mynd: Hjörtur Már stórbætti eigið Íslandsmet í morgun. Verður hann í stuði í kvöld?