Opin Kerfi slást í hópinn fyrir EM


Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hefst fimmtudaginn 15. október og stendur yfir til 25. október en verkefnið er það stærsta í sögu mótahalds Íþróttasambands fatlaðra. Við undirbúning í viðlíka verkefni er mikilvægt að eiga góða að en Pétur Bauer og liðsmenn í Opnum Kerfum hafa sýnt mótinu stuðning með því að leggja til tölvubúnað.

Búnaðurinn frá Opnum Kerfum verður m.a. notaður í fjölmiðlaaðstöðu á mótinu sem og í tækniherbergi mótsins þar sem öll úrslitavinnsla fer fram. Það voru þeir Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Pétur Bauer, framkvæmdastjóri innkaupa og dreifingarsviðs Opinna Kerfa, sem handsöluðu samninginn.

Þessu til viðbótar munu Opin Kerfi styrkja ÍF um fartölvu sem verður sérstaklega uppsett vegna keyrslu mótsins en sem mun nýtast við öll sundmót, fatlaðra sem ófatlaðra í framtíðinni.

Mynd: Pétur Bauer t.v. og Sveinn Áki Lúðvíksson t.h.