Síminn sér til þess að allir verði vel tengdir á EM


Íþróttasamband fatlaðra og Síminn hafa gert með sér samstarfssamning fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi sem hefst fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Síminn mun sjá innilauginni í Laugardal fyrir nettengingum á meðan móti stendur ásamt því ganga úr skugga um að forsvarsmenn allra sem sækja Ísland heim vegna mótsins geti átt góð samskipti við undirbúning- og framkvæmdanefnd mótsins.

Þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu samninginn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Síminn hefur síðustu ár stutt myndarlega við bakið á ÍF og breytir hvergi af þeirri stefnu í tengslum við þetta stærsta verkefni sambandsins frá upphafi.

Mynd: Sævar t.v. og Sveinn Áki t.h. við undirritun samstarfssamningsins.