Fjarðarmótið í Ásvallalaug á laugardag


Laugardaginn 19. september fer fram Fjarðarmótið í Ásvallalaug í Hafnarfirði.  Upphitun hefst kl:13:00 og mót kl:14:00 en keppt er í 25m. laug. Greinar mótsins eru eftirfarandi:

Grein 1 og 2 50m skrið karla og kvenna
Grein 3 og 4 100m skrið karla og kvenna
Grein 5 og 6 25m frjáls aðferð karla og kvenna
Grein 7 og 8 50m flug karla og kvenna
Grein 9 og 10 100m flug karla og kvenna
Grein 11 og 12 50m bak karla og kvenna
Grein 13 og 14 100m bak karla og kvenna
Grein 15 og 16 50m bringa karla og kvenna
Grein 17 og 18 100m bringa karla og kvenna
Grein 19 og 20 100m fjór karla og kvenna
Grein 21 og 22 200m fjór karla og kvenna
Grein 23 og 24 400m skrið karla og kvenna
Grein 25 4x50m frjáls aðferð blandaðar sveitir

Þjálfarar vinsamlega skráið keppendur annaðhvort í 50m eða 100m greinar í sömu sundaðferð þ.e annaðhvort 50m eða 100m skrið, 100 eða 200 fjór o.s.frv. Góð regla að þeir sem eru lengra komnir t.d. í landsliði keppi í lengri vegalengdunum.

Skráið keppendur á besta tíma þeirra, ef viðkomandi á ekki löglegan tíma þá vinsamlega skráið þann tíma sem þið teljið raunhæfan fyrir keppandann.

Keppendum verður skipt í getuflokka eftir tímum og fjöldi flokka fer eftir fjölda skráninga. Veitt verða gull, silfur og brons verðlaun í hverjum getuflokki. Þetta er sama fyrirkomulag og á Asparmótinu.

Skráningum skal skila á Hy-Tek formi og senda á fjordur@fjordur.com