Blindrafélagið 70 ára


Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnaði 70 ára afmæli sínu þann 19. ágúst síðastliðinn. Hófið var hið veglegasta og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hótel þar sem kaffiveitingar voru gestum til boða.

Félagið var stofnað þann 19. ágúst árið 1939 af einstaklingum sem vildu stuðla að því að blindir einstaklingar tækju stjórn sinna mála í eigin hendur. Fyrsti formaðurinn var Benedikt Benónýsson en hann var einnig stofnfélagi.

Í dag á félagið fasteign að Hamrahlíð 17 þar sem öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar er til húsa.

Íþróttasamband fatlaðra óskar Blindrafélaginu innilega til hamingju með afmælið.