Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði Hafnarfirði og Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp Reykjavík hafa nú lokið keppni á Heimsleikum þroskaheftra. Þessir ungu drengir sem báðir eru fæddir árið 1992, bættu árangur sinn í öllum greinum og eiga án efa eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Keppni Íslendinga er nú lokið á heimsleikunum og er áætluö heimkoma þriðjudaginn 14. júlí FI205, kl. 15.10.
Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði,
Hafnarfirði:
100m baksund 18. sæti á tímanum
1.20,48 bætti sig en átti fyrir 1.23,68
400m skriðsund 11.
sæti á 5.07,46 en átti 5.19,52
100m skriðsund 17. sæti á
tímanum 1.06,01 bætti sig en átti fyrir 1.07,13
50m baksund
15. sæti á 35,56 en átti 37,58
50m skriðsund 17. sæti á
28,98 en átti 29,67
50m flugsund 20. sæti á
35,14 en átti 39,12
200m skriðsund 16. Sæti á
2.24,69 en átti 2.28,71
Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp,
Reykjavík:
100m baksund 14. sæti á tímanum
1.15,74 en átti fyrir 1.24,50
100m skriðsund 16. sæti á
tímanum 1.02,55 en átti fyrir 1.05,21
50m baksund 14. sæti á
35,19 en átti 37,02
100m flugsund 12. sæti á tímanum
1.11,91 en átti fyrir 1.18,69
50m skriðsund 16. sæti á
28,89 en átti 28,98
50m flugsund 12. sæti á tímanum
31,13 en átti fyrir 31,77
200m skriðsund 12. sæti á
2.21,71 en átti 2.27,75
Eins og áður hefur komið fram eru Heimsleikar Þroskaheftra eða Global Games keppni sterkustu íþróttamanna úr röðum þroskaheftra. Keppt er í einum flokki kvenna og einum flokki karla. Þroskaheftir hafa verið útilokaðir frá keppni á ólympíumótum fatlaðra frá árinu 2000.
og hér er um að ræða sambærilega keppni og áður fór fram fyrir þennan hóp keppenda á ólympíumóti fatlaðra. Stefnt er að því að þroskaheftir taki aftur þátt ólympíumóti fatlaðra árið 2012 þegar leikarnir verða í London. Hér er því um sambærilegt mót að ræða fyrir sterkusta íþróttafólk úr röðum þroskaheftra og ólympíumót fatlaðra er fyrir aðra fötlunarhópa.