Úrslit voru að berast frá Heimsleikum þroskaheftra í Tékklandi en keppni er lokið á þriðja keppnisdegi og aðeins einn keppnisdagur eftir.
Ragnar Ingi Magnússon og Jón Margeir Sverrisson eru meðal yngstu keppenda á mótinu og hafa báðir verið að bæta árangur sinn í hverri grein, þó þeir nái ekki úrslitasæti.
Á heimsleikum þroskaheftra er keppt í einum flokki karla og kvenna og keppni mjög hörð.
Mynd: Íslensku keppendurnir á keppnisstað, f.v. Jón Margeir, Ragnar Ingi.
Keppnisdagur 3, föstudagur 10. júlí.
Ragnar Ingi Magnússon:
50m skriðsund 17. sæti á 28,98 en
átti 29,67
Jón Margeir Sverrisson:
100m flugsund 12. sæti á tímanum
1.11,91 en átti fyrir 1.18,69 50m skriðsund 16. sæti á 28,89 en átti 28,98
Frábær árangur hjá sundstrákunum enn og aftur. Á morgun synda þeir báðir 50m flugsund og 200m skriðsund.