Fimmtudaginn 24. júní var afhentur styrkur til ÍF að upphæð 2000 dollarar frá ungum athafnamönnum í Bandaríkjunum. Fulltrúar samtakanna Young Presidents Organization voru staddir hér á landi í júní og áttu m.a. fund með Forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.
Í móttöku á Bessastöðum var Íþróttasambandi Fatlaðra afhentur styrkur frá samtökunum að upphæð 2000 dollarar. Íslenskur félagsmaður í samtökunum Eyþór Bender var með hópnum hér á landi og
skipulagði dagskrá í samvinnu við Helgu Láru Guðmundsdóttur hjá fyrirtækinu Iceland Congress.
Fulltrúar ÍF á Bessastöðum voru Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, Anna
Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og fræðslu
og útbreiðslusviðs ÍF og Jóhann Kristjánsson, afreksmaður ÍF í
borðtennis.