Norræna barna- og unglingamótið sett í Eskilstuna


Í dag fór fram setningarathöfnin á Norræna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna í Svíþjóð. Norðurlöndin gengu fylktu liði í miðbæ Eskilstuna með kröfuspjöld sem tíunduðu gildi þess að stunda íþróttir.

Íslenski hópurinn sýndi allar sínar bestu hliðar og að lokinni setningarathöfninni hófust æfingar. Sundhópurinn æfði í 50m. langri útilaug við Parken Zoo og gaf það vel en frjálsíþróttahópurinn æfði einnig í dag en hann skipa þau Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH, og Sigurjón Sigtryggsson, Snerpa. Egill Þór Valgeirsson, Eik, er frjálsíþróttaþjálfari í ferðinni.

Íslenski hópurinn hefur á að skipa 12 sundmönnum og tveimur frjálsíþróttamönnum. Í þessum rituðu orðum er hópurinn í Munktell Arenan, þar sem hann hefur aðstöðu, og ver síðustu klukkustundum dagsins við prufur á nýjum íþróttum á borð við El Hockey sem er boltaleikur í sérsmíðuðum rafmagnshjólastólum.

Á morgun halda æfingarnar áfram en einnig verður farið í skoðunarferð um bæinn. Á myndasíðu ÍF er nú hægt að nálgast snaggaralegt myndasafn frá deginum í dag en rétt eins og í gær var rjómablíða og munu vel flestir eftir því að maka á sig sólarvörninni.

Myndasafn frá deginum: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=151209

Myndir: Á efri myndinni er Kristín Jónsdóttir, Óðni, en hún bar merki Íslands á lofti í skúrðgöngunni í dag og þá var Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR, fánaberi. Á neðri myndinni eru Marinó Ingi Adolfsson og Bjarndís Sara Breiðfjörð í El Hockey bílunum.