Fyrsta sumarmótið hjá GSFÍ sunnudaginn 28. júní


Golfsamtök fatlaðra á Íslandi standa að sínu fyrsta sumarmóti í golfi næsta sunnudag en mótið fer fram á par 3 vellinum hjá Golfklúbbnum Oddi, betur þekktur sem Ljúflingurinn. Mótið hefst kl. 10:00 og er 9 holu punktakeppni með forgjöf.

Að móti loknu fer fram verðlaunafhending í Setbergsskála og er ráðgert að hún hefjist á milli kl. 11:30 og 12:00. Mótið er opið öllum kylfingum með fötlun og fer skráning fram hjá Herði Barðdal formanni GSFÍ í síma 896 6111 eða á hordur@ehp.is

Sumarmótaröð GSFÍ hefur á að skipa þremur golfmótum. Næsta mót fer fram síðla júlímánaðar og það síðasta fer fram í ágúst. Þá minnum við einnig á golfæfingar í Hraunkoti fyrir fatlaða alla miðvikudaga í sumar frá kl. 16:00-18:00.

Mynd: Hörður Barðdal formaður GSFÍ.