Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar hjá Íþróttasambandi fatlaðra kjörtímabilið 2009-2011 fór fram mánudaginn 15. júní síðastliðinn. Á fundinum skipti stjórn með sér verkum. Þórður Árni Hjaltested var skipaður gjaldkeri, Jóhann Arnarson var skipaður ritari og Ólafur Þ. Jónsson varð meðstjórnandi. Frá Sambandsþingi voru réttkjörin til formennsku Sveinn Áki Lúðvíksson sem gengt hefur formannsembætti ÍF frá árinu 1996. Þá var Camilla Th. Hallgrímsson réttkjörinn varaformaður á Sambandsþingi.
Varastjórn Íþróttasambands fatlaðra kjörtímabilið 2009-2011 skipa þau Jón Heiðar Jónsson, Gunnar Einar Steingrímsson og Svava Árnadóttir. Þess má geta að einn einstaklingur hefur setið í stjórn ÍF frá stofnun sambandsins en það er Ólafur Þ. Jónsson sem var meðlimur í fyrstu stjórn ÍF kjörtímabilið 1979-1982.
Fyrstu stjórn ÍF skipuðu eftirfarandi: Sigurður Magnússon, formaður, Páll B. Helgason, Hörður Barðdal, Sigríður Níelsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Magnús B. Einarsson, Guðbjörg Eiríksdóttir og Magnús Pálsson.
Mynd: Nýir menn í stjórn, frá vinstri skal telja Gunnar Einar Steingrímsson og til hægri er Jón Heiðar Jónsson.