Þátttöku Íslands lokið á EM


Íslendingar hafa lokið þátttöku sinni á Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðtennis sem fer nú fram í Genova á Ítalíu. Þeir félagar Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, og Tómas Björnsson, ÍFR, eru báðir úr leik og eru því væntanlegir aftur heim til Íslands á fimmtudag. Í gær varð ljóst að Tómas kæmist ekki áfram upp úr sínum riðli en Jóhann komst hinsvegar upp úr sínum riðli og inn í 12 manna úrslit.

Jóhann Rúnar mætti sterkum spilara frá Úkraínu í 12 manna úrslitum í gærkvöldi og tapaði 3-0 í viðureigninni. Jóhann hóf viðureignina af krafti og leiddi 6-2 í fyrstu lotu en þá tók að halla undan fæti og Úkraínumaðurinn landaði öruggum sigri.

Keppni í opnum flokki hófst strax í byrjun móts fyrir helgi en eins og við höfum þegar greint frá féllu þeir Tómas og Jóhann strax út í fyrstu umferð.

Mynd: Tómas Björnsson, ÍFR.