Einmuna veðurblíða á Íslandsmóti ÍF í Kópavogi


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kópavogsvelli um síðastliðna helgi þar sem 33 keppendur frá 10 aðildarfélögum ÍF tóku þátt. Mótið heppnaðist einkar vel enda skörtuðu veðurguðirnir sínu bestu hliðum sem og keppendur sjálfir.

Keppt var í 100m. hlaupi, 400m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti og hástökki.

Úrslit frá mótinu má nálgast hér: http://ifsport.is/frjalsar/islmot_if_2009_frjalsar_uti.pdf

Myndasafn frá mótinu má nálgast hér: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=149240