Íslandsmet hjá Eyþóri í Þýskalandi


Sundamðurinn Eyþór Þrastarson ÍFR/Ægir setti í gær glæsilegt Íslandsmet í 800m. skriðsundi fatlaðra á opna þýska meistaramótinu. Eyþór synti á tímanum 10:32,16 mín. sem er nýtt Íslandsmet en það fyrra var í eigu Birkis Rúnars Gunnarssonar og var sá tími 10:48,02 mín. og því bætti Eyþór metið um 16 sekúndur! Frábær árangur hjá þessum unga og öfluga sundmanni.

Í morgun keppti Eyþór í 200m. skriðsundi og komst í úrslit á tímanum 2:29,65 mín. Fregnir frá úrslitasundinu berast í kvöld eða á morgun.