Góður félagi fallinn frá


Einn okkar mesti gleðigjafi, Sigmundur Erling Ingimarsson, Simmi okkar lést síðastliðinn fimmtudag. Hann ætlaði að taka þátt í Íslandsleikum Special Olympics á sunnudag með vinum sínum en var skyndilega kallaður á braut.

Simmi tók þátt í íþróttastarfi með íþróttafélaginu Þjóti og var virkur þátttakandi á Íslandsmótum ÍF auk þess sem hann var valinn til þátttöku á norrænu barna og unglingamóti og alþjóðaleikum
Special Olympics í Írlandi. Það sem einkenndi þennan góða dreng var glaðværð og kátína sem hafði jákvæð áhrif á allt hans umhverfi. Hann vakti mikla athygli sem frábær trommuleikari og sló rækilega í gegn þegar hann lék með hljómsveit vinabæjar Íslands, Newry í Norður Írlandi árið 2003.

Þakklæti er efst í huga fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka gleðigjafa.

Íþróttasamband fatlaðra sendir aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Mynd: Sigmundur Erling á Alþjóðaleikum Special Olympics á Írlandi árið 2003.