Ný stjórn Íþróttasambands fatlaðra


Rétt í þessu var tilkynnt um nýja stjórn Íþróttasambands fatlaðra á 14. Sambandsþingi ÍF sem fer fram á Radisson SAS hóteli Sögu. Fyrir þingið var vitað að þeir Kristján Svanbergsson gjaldkeri ÍF og Erlingur Þ. Jóhannsson myndu ekki gefa áframhaldandi kost á sér í stjórnarsetu. Er þeim þakkað kærlega fyrir mikil og ómetanleg störf í þágu sambandsins í gegnum tíðina.

Tillaga uppstillingarnefndar var svohljóðandi;
Sveinn Áki Lúðvíksson, áfram formaður ÍF,
Camillu Th. Hallgrímsson, áfram varaformaður ÍF
og meðstjórnendur;
Jóhann Arnarson, færist upp í aðalstjórn, var áður í varastjórn ÍF
Þórður Árni Hjaltested, áfram stjórnarmaður ÍF
Ólafur Þór Jónsson. áfram stjórnarmaður ÍF.
Í varastjórn lagði uppstillingarnefnd til eftirfarandi einstaklinga:
Svava Árnadóttir, áfram í varastjórn,
Gunnar Reynir Steingrímsson, nýr í varastjórn,
Jón Heiðar Jónsson, nýr í varastjórn.

Formaður uppstillingarnefndar sagði frá því að eitt framboð til viðbótar hefði borist. Það var framboð Arnórs Péturssonar í stöðu varaformanns.
Kosning fór fram um embætti varaformanns þar sem Camilla Th. Hallgrímsson hafði sigur úr býtum með 32 atkvæðum gegn 14.

Nýja stjórn ÍF kjörtímabilið 2009-2011 skipa:

Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður
Camilla Th. Hallgrímsson, varaformaður.
Þórður Árni Hjaltested
Ólafur Þ. Jónsson
Jóhann Arnarson

Varastjórn
Svava Árnadóttir
Jón Heiðar Jónsson
Gunnar Einar Steingrímsson

Myndir: Á efri myndinni sést fjöldi þinggesta á Radisson SAS Hóteli Sögu í dag og á þeirri neðri eru nýkjörnir meðlimir í varastjórn ÍF, þeir Gunnar Einar Steingrímsson t.v. og Jón Heiðar Jónsson t.h.