Lífleg helgi framundan hjá ÍF


Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram um næstu helgi sem og 30 ára afmælisfögnuður sambandsins sem stofnað var þann 17. maí árið 1979. Af þessu tilefni verður blásið til afmælisveislu í Krika við Elliðavatn á sunnudaginn frá kl. 14:00-17:00.

Þeir sem þess óska geta fengið sent til sín í tölvupósti leiðarlýsingu um hvernig komast skuli í Krika sem er sumarhús Sjálfsbjargar við Elliðavatn.

Dagskrá sambandsþingsins og afmælishátíðarinnar

Föstudagur 15. maí-Radisson SAS Hótel Saga - Princeton salur 2. hæð, norðanverðu
20:00: Afhending þinggagna
20:20: Fyrirlestrar

Laugardagur 16. maí - Radisson SAS Hótel Saga - Harvard II, 2. hæð, norðanverðu
09.30 Þingsetning
10:00 Heiðranir íþróttamanna
10.15 Kaffihlé
10:30 Þingstörf hefjast
12.00 Hádegishlé
13.30 Þingstörf
15.30 Kaffihlé
16.00 Þingstörf
17:00-18:00 Þingslit og léttar veitingar - Yale salur, 2. hæð, norðanverðu.

Sunnudagur 17. maí - Kriki
14:00-17:00: Amælishátíð ÍF
Lalli Töframaður skemmtir veislugestum á milli kl. 15 og 15:30.