Verjum velferðina: Hvað er framundan?


Stefna stjórnmálaflokkanna í velferðarmálum, áherslur og forgangsröðun á Grand hótel, Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00-22.00.

Sjötti og síðasti fundurinn í fundaröðinni "Verjum velferðina" sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda Alþingiskosninga 2009.

Forsvarsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu í Alþingiskosningunum þann 25. apríl svara spurningunni: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Frummælendur á fundinum verða:
*Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
*Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna.
*Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
*Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslyndaflokksins.
*Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Pallborðsumræður að loknum framsögum.
Þátttakendur í pallborði verða frummælendur ásamt forsvarsmönnum ÖBÍ og Landssamtakanna Þroskahjálpar

Fundurinn er öllum opinn!
Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi.

Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar verður á mælendaskrá annað kvöld.