Í ár mun Norræna barna- og unglingamótið fara fram í Eskilstuna í Svíþjóð dagana 26. júní til 3. júlí. Að þessu sinni fer Íþróttasamband fatlaðra með 14 keppendur á mótið sem jafnan er ætlað til þess að íþróttafólk úr röðum fatlaðra keppi í sínum fyrstu keppnum á erlendum vettvangi.
Keppnisíþróttir mótsins eru sund, frjálsar íþróttir og borðtennis. ÍF sendir 12 keppendur í sundi á mótið og 2 í frjálsum íþróttum en að þessu sinni keppir enginn í borðtennis.
Hópurinn sem fer út er eftirfarandi:
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH
Sunna Ósk Stefánsdóttir, Ösp
Laufey
María Vilhelmsdóttir, Þjótur
Almar Þór Þorsteinsson, Suðri
Kristín
Jónsdóttir, Óðinn
Ívar Egilsson, NES
Sigurjón Sigtryggsson, Snerpa
Elsa
Sigvaldadóttir, Fjörður
Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR
Breki Arnarson,
Óðinn
Bjarndís Sara Breiðfjörð, ÍFR
Brynjar Sigþórsson, Fjörður
Marinó
Ingi Adolfsson, ÍFR
Sandra Valgeirsdóttir, Fjörður
Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á skrifstofu ÍF í síma 514 4080.