Dagana 1.-2. maí næstkomandi fer 27. Hængsmótið fram á Akureyri. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni fyrir Norðan þar sem keppt verður í boccia, einstaklings- og sveitakeppni, borðtennis sem og lyftingum ef næg þátttaka næst.
Stefnt er að því að mótið verði sett kl.13.00 og keppni ljúki seinnipart á laugardeginum. Um kvöldið, væntanlega um kl. 19.00 verður síðan mjög veglegt lokahóf að vanda með veislumat, lifandi tónlist og ýmsum glæsilegum uppákomum. Miðaverð er áætlað um 4.500,- kr. á mann.