Olís styrkir Norræna barna- og unglingamótið


Olíuverslun Íslands hf – Olis hefur skrifaði undir styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra um beinan fjárstuðning vegna Norræns barna- og unglingamóts fatlaðra sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð í júlíbyrjun n.k. Olís hefur um margra ára skeið stutt starfssemi sambandsins og var nú endurnýjaður formlegur samningur um fjárhagslegan stuðning vegna undirbúnings og þátttöku íslensku keppendanna á mótinu.

Auk þessa býðst aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðra aðgangur að ýmsum þeim tilboðum og fríðindum Olís sem hefur upp á að bjóða s.s. Olískortum, fríðindakorti sem hægt er að sækja um á www.olis.is
 
Norræna barna og unglingamótið er haldið annað hvert ár, til skiptis á hverju Norðurlandanna. Megintilgangur mótsins er að skapa þessum hópi aðstæður til að hittast við æfingar og keppni en ekki síður að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.   Þetta mót á sér langa sögu og margir hafa þar stigið sín fyrst skref í íþróttakeppni.  Þar má nefna sundfólkið, Kristínu Rós Hákonardóttur, Eyþór Þrastarson, Sonju Sigurðardóttur og frjálsíþróttamanninn Jón Odd Halldórsson,  allt einstaklingar sem verið hafa í fremstu röð fatlaðra íþróttamanna í heiminum.

Íþróttasamband Fatlaðra hefur lagt metnað sin í að eignast íþróttamenn í fremstu röð sem séu landi og þjóð til sóma og vill Olís með samningi þessum renna styrkari stoðum undir starfssemi Íþróttasambands Fatlaðra.

Myndatexti: Camilla Th Hallgrímsson, varaformaður Íþróttasambands fatlaðra og Sigurður K. Pálsson, markaðsstjóri Olís við undirritun samningsins.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra
GSM 89602115  
olafurm@isisport.is