Myndasafn frá lokahófi ÍF


Íslandsmót ÍF í fimm íþróttagreinum fór fram um síðastliðna helgi. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, boccia, bogfimi og lyftingum og á sunnudagskvöld var efnt til veglegs lokahófs í Gullhömrum í Grafarholti.

Að vanda var vel mætt á lokahófið þar sem dýrindis matur var borinn á borð og að borðhaldi loknu léku Sigga Beinteins og Grétar Örvars fyrir dansi fram á miðnætti þar sem allir tóku hressilega á því á dansgólfinu.

Myndasafn frá lokahófinu má sjá inni á myndasíðu ÍF eða með því að smella á tengilinn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140383