Skemmtileg stafgöngukennsla laugardaginn 14. mars


Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp hafa tekið saman höndum og stofnað gönguhóp. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði og oftar með hækkandi sól, ganga í 20-30 mín. og fá sér smá hollustu á eftir.

Fyrsta gangan var 17. janúar og var vel mætt. Önnur ganga var laugardaginn 14. febrúar.  Fyrstu tvær göngurnar hófust við skrifstofu Þroskahjálpar Háaleitisbraut en þriðja gangan þann 14. mars hófst við Bjarkarás. Þrátt fyrir leiðindaveður mætti góður hópur sem fékk leiðsögn í stafgöngu undir stjórn Jónu Hildar Bjarnadóttur. Allir fengu lánaða göngustafi og kennsla fór fram við Bjarkarás þar sem farið vary fir helstu atriði. Í kjölfarið var farið í gönguferð og hópurinn skemmti sér mjög vel við að læra stafgöngu sem er orðin mjög vinsæl á Íslandi.

Í lok göngu voru gerðar teygjuæfingar og síðan var farið í  Bjarkarás þar sem boðið var upp á ávexti. Einnig var þar kynnt forrit ÍSÍ sem gerir öllum kleift að skrá sig í Lífshlaupið. Stofnaður var hópurinn ,,Ganga og gaman“ og stefnt er að því að skrá þátttakendur í Lífshlaupið.

Næsta ganga verður um miðjan apríl, kynnt nánar síðar.