Katrín vakti athygli Vestanhafs


Skautakonan Katrín Tryggvadóttir vakti töluverða athygli á nýafstöðnum Vetrarleikum Special Olympics sem fram fóru í Idaho í Bandaríkjunum. Katrín hafnaði í 5. sæti í sínum flokki í listdansi á skautum og verandi eini keppandinn frá Íslandi höfðu fjölmiðlar Vestanhafs mikinn áhuga á því að ræða við Katrínu og íslenska hópinn.

Hér að neðan fylgir tengill á frétt þar sem rætt er við Katrínu er hún undirbýr sig fyrir dansinn á ísnum og þá er einnig rætt við Helgu Olsen þjálfara Katrínar sem og Tryggva föður Katrínar en foreldrar hennar létu sig ekki vanta til Idaho á þennan stórviðburð.

Fréttin hjá KTVB Idaho News: http://www.ktvb.com/video/index.html?nvid=331627