Jakob vakti mikla lukku á æfingu hjá ÍFR


Sundgarpurinn Jakob Jóhann Sveinsson mætti föstudaginn 6. febrúar síðastliðinn sem gestakennari á æfingu hjá bringusundsmönnum ÍFR. Jakob er eins og alþjóð veit Ólympíuþátttakandi og margfaldur Íslandsmeistari í bringusundi.

Á æfingunni miðlaði Jakob af sinni reynslu til bringusundsfólks ÍFR og fór yfir galdra bringusundsins auk þess að fara ítarlega í stört og snúninga með sundfólkinu. Átti Jakob athygli þeirra allra óskerta og mun kennsla hans og þær æfingar sem hann fór yfir með sundmönnunum án efa nýtast þeim í keppnum í framtíðinni.

Þá er einnig hægt að sjá stutt myndasafn frá æfingunni á myndasíðu ÍF undir þessum tengli:
http://if.123.is/album/default.aspx?aid=135222